Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vélhjólaslys á Garðvegi: Slapp með skrekkinn
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 10:18

Vélhjólaslys á Garðvegi: Slapp með skrekkinn

Betur fór en á horfðist þegar ungur karlmaður, fæddur 1978, missti stjórn á bifhjóli sínu í krappri beygju við Berghóla í Leiru, á Garðvegi, með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og þaðan á Landsspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi til myndatöku en hann reyndist lítillega slasaður.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024