Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Velferðarsvið afhendir ágóða verkefnisins „Frá barni til barns“
Már Gunnarsson píanónemandi nýtti tækifærið og spilaði fyrir gesti kaffihúss og listmarkaðs. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 1. október 2018 kl. 10:03

Velferðarsvið afhendir ágóða verkefnisins „Frá barni til barns“

Á dögunum afhenti Velferðarsvið Reykjanesbæjar 800.000 króna styrk til langveikra/fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Upphæðin safnaðist í tónlistarverkefninu „Frá barni til barns“ sem nemendur hljómborðsdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku þátt í á vormánuðum. Styrkurinn fór til Eikarinnar, deildar fyrir börn með einhverfu í Holtaskóla, skammtímavistunarinnar Heiðarholts og til tveggja fatlaðra barna sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið.
 
Píanó-, harmoniku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, ásamt kennurum sínum, efndu á vordögum til tónlistarverkefnisins „Frá barni til barns“. Því var hleypt af stokkunum laugardaginn 14. apríl sl. Þá var efnt til sérstakrar dagskrár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem haldin var tónleikaröð í tónleikasalnum Bergi. Auk þess var efnt til listmarkaðar þar sem listamenn á sviði myndlistar, ritlistar, tónlistar, ljósmyndunar og ýmiss konar handverks gáfu verk sín. Einnig var starfrækt kaffihús við listmarkaðinn og nýttu nokkrir píanó- og harmonikunemendur tækifærið og léku fyrir gesti kaffihússins.
 
Á þeim mánuði sem hægt var að styrkja verkefnið söfnuðust alls 800.000 krónur. Þann 21. júní sl. var Velferðarsviði Reykjanesbæjar afhent upphæðin til varðveislu og útdeilingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024