Velferðarsjóður Suðurnesja: Málþing á sunnudag
Velferðarsjóður á Suðurnesjum fagnar ársafmæli um þessar mundir. Eins og fram kom í síðasta hefti Víðförla á verkefnið rætur í leikmannastarfi í Keflavíkurkirkju, þaðan sem hugmyndin er sprottin. Velferðarsjóðurinn hefur ein af mikilvægustu stoðunum í aðstoð við þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda í þeim mikla samdrætti sem hefur verið á Suðurnesjum undanfarin misseri.
Málþing verður haldið í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 8. nóvember í tilefni þessa afmælis. Yfirskriftin er: Velferð, hamingja og lífsgildi. Markmiðið er að kalla eftir umræðu um ofangreinda þætti.
Dagskráin er sem hér segir:
11:00 guðsþjónusta, helguð velferð, hamingju og lífsgildum
12:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, fjallar um Velferðarsjóðinn
12:40 Hjördís Kristinsdóttir, umsjónarmaður í Keflavíkurkirkju afhendir viðurkenningar til hvatningar.
13:00 Tvö markviss erindi
Hjálmar Arnason, framkvæmdastjóri Keilis: Hamingjan er hér
Hjörleifur Þór Hannesson, verkefnisstjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Jákvæð lífsgildi
14:00 Vinnuhópar myndaðir: Velferð, hamingja og lífsgildi
15:00 Fulltrúar hópanna lesa niðurstöður
16:00 Lok dagskrár
Myndin: Kvenfélagskonur í Gefn í Garði færðu Velferðarsjóði Suðurnesja framlag fyrir síðustu jól.
Meira um Velferðarsjóðinn hér: http://keflavikurkirkja.is/_Flytileidir/Velferdarsjodurinn/