Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Velferðarráðherra á HSS
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 kl. 09:31

Velferðarráðherra á HSS

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, ásamt fylgdarliði, heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni. Hann byrjaði á því að funda með framkvæmdastjórn HSS og í framhaldi af þeim fundi hélt hann fund með starfsmönnum HSS.

Fundurinn var vel sóttur og bauð ráðherra upp á spurningar í lok fundar. Eftir fundinn gekk ráðherra ásamt fylgdarliði um stofnunina og heilsaði upp á starfsfólk á deildum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024