Velferðarráð vill kaupa hús fyrir heimilislausa í Reykjanesbæ
Til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra einstaklinga í bænum
Velfeðarráð Reykjanesbæjar leggur til að fest verði kaup á tveimur forsniðnum einingahúsum til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra einstaklinga í Reykjanesbæ. Á síðasta fundi velferðarráðs fór Hera Ósk Einarsdóttir, sviðssjóri Velferðarsviðs yfir tillögur að lausnum í húsnæðismálum einstaklinga sem glíma við fíkni- og geðvanda en nú var tillaga um kaup á húsnæði lögð fram á fundi fyrr í vikunni.