Vélarvana við Voga
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í nótt vegna vélarvana báts á Faxaflóa. Óttast var að hann myndi reka á land við Voga á Vatnsleysuströnd. Togarinn Sóley Sigurjóns GK tók bátinn í tog. Björgunarskip er nú á leið með bátinn til Njarðvíkur. Myndin er tekin í Vogum í útkalli björgunarsveitarinnar Skyggnis. VF-mynd: Hilmar Bragi