Vélarvana við Grindavík og togskip með í skrúfunni við Sandgerði
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallað út upp úr klukkan hálf tíu í morgun þegar 11 brúttólesta netabátur varð vélarvana um eina sjómílu utan við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn, að því er upplýsingar frá Landsbjörgu herma.
Björgunarskipið var komið að bátnum um tíu mínútum eftir að útkallið barst og um tíuleytið var Oddur kominn með netabátinn í tog til Grindavíkur.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði kom togskipi til hjálpar í nótt um 16 sjómílur vestan við Sandgerði. Togbáturinn fékk trollið í skrúfuna í nótt þegar.
Kl.04 í nótt óskaði hann aðstoðar við að skera úr skrúfunni og fór björgunarskipið með 2 kafara á vettvang, en þegar komið var út til togbátsins var ákveðið að draga hann nær landi til að komast á sléttari sjó til að skera úr og gera með því aðstæður fyrir kafarana betri. Reiknuðu björgunarskipsmenn með að þeir gætu byrjað að skera út upp úr kl.10 í morgun. Skurðurinn mun væntanlega taka talsverðan tíma.
Björgunarskipið var komið að bátnum um tíu mínútum eftir að útkallið barst og um tíuleytið var Oddur kominn með netabátinn í tog til Grindavíkur.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði kom togskipi til hjálpar í nótt um 16 sjómílur vestan við Sandgerði. Togbáturinn fékk trollið í skrúfuna í nótt þegar.
Kl.04 í nótt óskaði hann aðstoðar við að skera úr skrúfunni og fór björgunarskipið með 2 kafara á vettvang, en þegar komið var út til togbátsins var ákveðið að draga hann nær landi til að komast á sléttari sjó til að skera úr og gera með því aðstæður fyrir kafarana betri. Reiknuðu björgunarskipsmenn með að þeir gætu byrjað að skera út upp úr kl.10 í morgun. Skurðurinn mun væntanlega taka talsverðan tíma.