Vélarvana við Grindavík
Bátur varð vélarvana úti fyrir ströndum Grindavíkur laust fyrir hádegi í dag. Starfsmenn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar þar í bæ kváðust hafa sent út bát af öryggisátæðun sem væri að fylgja skipverjum til hafnar. Báturinn komst heill til hafnar, en orsakir þess að drapst á vél hans eru ekki ljósar.