Vélarrúmið fullt af sjó
Dælubíll frá Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja var kallaður niður að Keflavíkurhöfn í morgunsárið þegar bátar voru að halda til veiða. Vélarrúm fiskiskipsins Hafbergs frá Grindavík var fullt af sjó og skipið komst því ekki til veiða.Dælt var úr vélarrúminu en ljóst er að tjón hefur orðið þar niðri. Ástæður lekans liggja ekki fyrir að svo stöddu en lögreglan í Keflavík er með málið til skoðunar.
Mynd: Frá Keflavíkurhöfn í morgun. Unnið að dælingu úr Hafbergi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson





