Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vélarbilun í F-18 þotu - lenti í Keflavík
Mánudagur 25. mars 2013 kl. 15:42

Vélarbilun í F-18 þotu - lenti í Keflavík

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:58 tilkynning um vélarbilun í F-18 þotu kanadísku flugsveitarinnar sem annast nú loftrýmisgæslu hér við land. Var þotan á leið til lendingar í Keflavík og var áætluð lending þar kl. 15:20.

Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og virkjaði ISAVIA viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar.  Þotan lenti heilu og höldnu kl. 15:13, var viðbúnaði aflýst kl. 15:16 og útkall þyrlu afturkallað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024