Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vel sóttur fundur um innanbæjarakstur á motorkrosshjólum
Mótorcross. Mynd úr safni.
Miðvikudagur 14. september 2016 kl. 14:51

Vel sóttur fundur um innanbæjarakstur á motorkrosshjólum

Ríflega þrjátíu manns sóttu opinn fund um innanbæjarakstur ungmenna á motorkrosshjólum sem fram fór í Garði nýverið, en nokkuð hefur verið kvartað yfir slíkum akstri í sumar.

Ungmennin sjálf og foreldrar þeirra mættu öll ásamt fulltrúum frá lögreglu, AÍFS (Akstursíþróttafélagi Suðurnesja), Sveitarfélaginu Garði ásamt Íslandsmeistara í mótorkross. „En tilfinnanlega vantaði fulltrúa íbúa sem orðið hafa fyrir ónæði af slíkum akstri, en þeirra sjónarmið vantaði alveg inn á fundinn,“ segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Á fundinum var farið yfir ýmis mál tengd þeirri keppnisíþrótt sem mótorkross-akstur er. Skráningar, æfingaaðstöðu, ökuréttindi og annað.

Niðurstöður fundarins voru helstar að áhugamenn um motorkross-íþróttina og foreldrar ætla að funda í framhaldinu og koma skipulagi á ástundun íþróttarinnar og funda síðar með umhverfisstjórum Garðs og Sandgerðis um framtíðar æfingasvæði fyrir slíka iðkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024