Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel sótt skipulagsþing í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 16. október 2007 kl. 11:48

Vel sótt skipulagsþing í Reykjanesbæ

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar hélt sitt árlega skipulagsþing sl. fimmtudag í Bíósal Duushúsa. Þingið var vel sótt en þar var m.a. farið yfir vinnu við aðalskipulag Reykjanesbæjar en miklar breytingar eru fyrirhugaðar á landnoktun innan sveitarfélagsins og lögð áhersla að vinna heildarstefnu sveitarfélagsins í þeim efnum.

Kynnt var áfangaskýrsla 1. Leiðarljós, forsendur og skipulagsáherslur þar sem fjallað er um helstu forsendur og skipulagsmarkmið fyrir endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2006 - 2021. Markmiðið er að fá fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar frá íbúum bæjarfélagsins á fyrstu stigum vinnunnar. Einnig verða kynntar ýmsar skipulagshugmyndir sem eru í gangi.

Má þar nefna:
Helguvík, skipulag og umhverfi vegna álvers
Vallargata - tillögur að þéttindu byggðar
Hringbraut - hugmynd að uppbyggingu við knattspyrnuvöll Keflavíkur
Vatnsnes - framtíðarsýn
Hlíðarhverfi - hugmyndir að uppbyggingu og þéttingu byggðar
Vallarheiði - framtíðaráform og uppbygging Kadeco

Boðið var upp á fyrirspurnir og umræður á fundinum og fundargestir gæddu sér í millitíðinni á veitingum. Hægt er að skoða áfangaskýrsluna vegna aðalskipulags Reykjanesbæjar með því að smella hér. 

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024