Vel sótt skipulagsþing í Reykjanesbæ
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar hélt sitt árlega skipulagsþing sl. fimmtudag í Bíósal Duushúsa. Þingið var vel sótt en þar var m.a. farið yfir vinnu við aðalskipulag Reykjanesbæjar en miklar breytingar eru fyrirhugaðar á landnoktun innan sveitarfélagsins og lögð áhersla að vinna heildarstefnu sveitarfélagsins í þeim efnum.
Kynnt var áfangaskýrsla 1. Leiðarljós, forsendur og skipulagsáherslur þar sem fjallað er um helstu forsendur og skipulagsmarkmið fyrir endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2006 - 2021. Markmiðið er að fá fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar frá íbúum bæjarfélagsins á fyrstu stigum vinnunnar. Einnig verða kynntar ýmsar skipulagshugmyndir sem eru í gangi.
Má þar nefna:
Helguvík, skipulag og umhverfi vegna álvers
Vallargata - tillögur að þéttindu byggðar
Hringbraut - hugmynd að uppbyggingu við knattspyrnuvöll Keflavíkur
Vatnsnes - framtíðarsýn
Hlíðarhverfi - hugmyndir að uppbyggingu og þéttingu byggðar
Vallarheiði - framtíðaráform og uppbygging Kadeco
Boðið var upp á fyrirspurnir og umræður á fundinum og fundargestir gæddu sér í millitíðinni á veitingum. Hægt er að skoða áfangaskýrsluna vegna aðalskipulags Reykjanesbæjar með því að smella hér.
Af vef Reykjanesbæjar
Kynnt var áfangaskýrsla 1. Leiðarljós, forsendur og skipulagsáherslur þar sem fjallað er um helstu forsendur og skipulagsmarkmið fyrir endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2006 - 2021. Markmiðið er að fá fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar frá íbúum bæjarfélagsins á fyrstu stigum vinnunnar. Einnig verða kynntar ýmsar skipulagshugmyndir sem eru í gangi.
Má þar nefna:
Helguvík, skipulag og umhverfi vegna álvers
Vallargata - tillögur að þéttindu byggðar
Hringbraut - hugmynd að uppbyggingu við knattspyrnuvöll Keflavíkur
Vatnsnes - framtíðarsýn
Hlíðarhverfi - hugmyndir að uppbyggingu og þéttingu byggðar
Vallarheiði - framtíðaráform og uppbygging Kadeco
Boðið var upp á fyrirspurnir og umræður á fundinum og fundargestir gæddu sér í millitíðinni á veitingum. Hægt er að skoða áfangaskýrsluna vegna aðalskipulags Reykjanesbæjar með því að smella hér.
Af vef Reykjanesbæjar