Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vel sótt kynning hjá Lundi í Íþróttaakademíunni
Fimmtudagur 24. apríl 2008 kl. 16:45

Vel sótt kynning hjá Lundi í Íþróttaakademíunni

Mjög góð mæting var á opinn kynningardag sem Lundur hélt í dag, sumardaginn fyrsta í Íþróttaakademíunni. Þar var starfsemi Lundar kynnt, en Erlingur Jónsson og hans fólk hafa stimplað sig rækilega inn í forvarnarmálum hér á Suðurnesjum sem og víðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin hófst með söng Kærleikskórsins, en innan hans eru margir skjólstæðingar Lundar og fleiri sem hafa snúið baki við vímuefnaneyslu. Sigríður Björnsdóttir sagði reynslusögu sína af misnotkun áfengis og vímuefna. Þá var myndlistar- og ljósmyndasýning og léttar veitingar voru í boði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í fyrirlestrarsal Íþróttaakademíunnar, þar sem starfsemi Lundar var kynnt fyrir gestum og gangandi.


Heimasíða Lundar er www.lundur.net