Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. mars 2002 kl. 14:20

Vel menntaðir slökkviliðsmenn hjá B.S.

Sjö slökkviliðsmenn B.S útskrifuðust í síðustu viku sem leiðbeinendur eftir öflugt námskeið fyrir leiðbeinendur í verkefni Evrópusambandsins um „Raunhæfa þjálfun í að berjast við eldsvoða og yfirtendrun“.Kennslan fór fram í umsjón og samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og var námið bæði bóklegt og verklegt. Í framhaldi munu nýútskrifaðir leiðbeinendur B.S. flytja námskeiðið til þeirra slökkviliðmanna B.S. sem eftir eru. Námskeiðið mun skila slökkviliðsmönnum B.S. gríðarlega miklu þar sem unnt verður að stuðla að og skila öruggri þjálfun og þekkingu slökkviliðsmanna B.S. í framvindu elds í lokuðu rými.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024