Vél Landhelgisgæslunnar lendir í Keflavík á einum hreyfli
TF-SYN, Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti um kl. þrjú í dag á öðrum hreyflinum á Keflavíkurflugvelli. Lendingin tókst giftusamlega.Bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar eftir hádegið í dag og því drap flugstjóri á honum. Slökkvilið á Keflavíkurflugvelli og flugmálastjórn voru í viðbragðsstöðu. Fjórir menn voru um borð í vélinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til Keflavíkurflugvallar með flugvirkja til að gera við bilunina í hreyflinum. Samkvæmt upplýsingum VF á vettvangi missti mótorinn olíu og var bætt á hann strax eftir að vélin staðnæmdist við aðstöðu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli.