Vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla
HLH Ráðgjöf hefur unnið álitsgerð fyrir Suðurnesjabæ um mat á fjárhag sveitarfélagsins vegna meiriháttar fjárfestinga sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Í álitsgerðinni kemur fram að Suðurnesjabær er vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé sterk og að Suðurnesjabær muni standast fjármálareglur sveitarstjórnarlaga vegna fjárfestinga og reksturs leikskólans.