Vel hristar Víkurfréttir í þessari viku
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Rafræn útgáfa blaðsins er aðgengileg hér að neðan. Eins og undanfarnar vikur er efni blaðsins fjölbreytt og áhugavert. Okkur tókst sem sagt að hrista saman blað fyrir ykkur á ritstjórninni á 4. hæð í Krossmóa í Reykjanesbæ. Þar höfum við fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu vikuna og þökkum fyrir „vinnufriðinn“ sem náttúruöflin veittu okkur í dag þegar unnið var að lokafrágangi blaðsins.