Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel heppnuð hugmyndasmiðja um gamla bæinn
Góð þátttaka var í hugmyndasmiðju um gamla bæinn í Grindavík. Myndir/Grindavik.is
Mánudagur 18. mars 2013 kl. 12:13

Vel heppnuð hugmyndasmiðja um gamla bæinn

-Um 50 manns ræddu um málefni gamla bæjarins í Grindavík

Hugmyndasmiðja um Gamla bæinn í Grindavík var haldin í Hópsskóla síðastliðinn laugardag. Hátt í 50 manns mættu í hugmyndasmiðjuna þar sem var opin umræða um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Margar frábærar hugmyndir litu dagsins ljós sem nýttar verðar í vinnu um nýtt deiliskipulag fyrir gamla bæinn.

Sturla Bjöðvarsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og bæjarstjóri í Stykkishólmi, kynnti skipulag og endurgerð gömlu húsanna í Stykkishólmi. Þótti vel til takast með skipulagið í Stykkishólmi á sínum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hugmyndasmiðjunni var fundargestum skipt niður á borð. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir voru hvar liggur gamli bærinn í Grindavík og hvernig vilja bæjarbúar sjá gamla bæinn? Þá var spurt um helstu styrkleika og veikleika svæðisins. Í lok fundar voru svo niðurstöður á hverju borði fyrir sig kynntar.


Sturla Böðvarsson, fyrrum alþingsmaður og samgönguráðherra, fræddi Grindvíkinga um uppbyggingu gamla bæjarins í Stykkishólmi sem þótti takast vel.