Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel heppnuð hátíðarhöld á 17. júní í Reykjanesbæ
Sólveig Þórðardóttir dró stærsta fána landsins að húní á þjóðhátíðardaginn í Reykjanesbæ.
Mánudagur 17. júní 2013 kl. 17:59

Vel heppnuð hátíðarhöld á 17. júní í Reykjanesbæ


Fjöldi bæjarbúa sótti hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Reykjanesbæ. Sólveig Þórðardóttir fyrrverandi ljósmóðir dró fánann að húni í tilefni dagsins en henni til aðstoðar voru Árni Sigfússon bæjarstjóri og  skátarnir.

Vegleg dagskrá var í skrúðgarðinum frá kl. 14 til 17.30 en samkvæmt gamalli hefð var skrúðganga að lokinni hátíðarmessu í Njarðvíkurkirkju sem endaði í skrúðgarðinum. Kór Keflavíkurkirkju söng þjóðsönginn að lokinni fánahyllingu. Aníta Eva Viðardóttir, nýstúdent og dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja flutti ávarp fjallkonu. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta flutti síðan þjóðhátíðarræðu.

Fjölmörg skemmtiatriði tók síðan við, m.a. sungu Sönghópur Suðurnesja, nemendur í söngskóla Bríetar Sunnu, Bestu vinir í bænum, Guðbrandur Einarsson og börn og loks Valdimar og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þá voru fleiri skemmtiatriði eins og Bryn Ballett Akademían, Ávaxtakarfan, Vox Felix, Leikfélag Keflavíkur og Danskompaní. Þá var greint frá úrslitum í ljósmyndasamkeppni Bókasafnsins og Ljósops frá Barnahátíð og gjafir afhentar fyrir innsend póstkort frá sömu hátíð.

Þá var Ráðhúsið opið, - nýtt andlit Reykjanesbæjar, en nýlega opnaði bókasafnið á neðri hæð þar sem Spkef og Landsbanki voru áður til húsa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margir mættu í skrúðgönguna sem endaði í skrúðgarðinum.

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta flutti ræðu dagsins.

Fjölmenni var í skrúðgarðinum.

Fjöldi skemmtiatriða var í skrúðgarðinum. Fleiri myndir koma á vf.is á morgun frá hátíðinni.