Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. ágúst 2000 kl. 18:25

Vel heppnuð brunaæfing

Brunavarnir Suðurnesja stóðu fyrir samæfingu slökkviliða á Suðurnesjum fyrir skömmu. Æfingin fór fram í fiskverkunarhúsi Valdimars hf. í Vogum og gekk vel. Þátttakendur voru frá slökkviliðunum í Keflavík, á Keflavíkurflugvelli, Sandgerði og Grindavík. Megináhersla var lögð á að æfa samstarf slökkviliða, þ.á.m. reykköfun, vatnsöflun og fjarskipti. Notkun og virkni körfubíls B.S. var einnig kynnt fyrir hinum slökkviliðunum. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðssstjóri B.S., var ánægður með æfinguna og vildi koma kæru þakklæti á framfæri til þátttakenda og eigenda Valdimars í Vogum. „Æfingin tókst nokkuð vel en í ljós kom að samræma má verklag slökkviliða og tækjabúnað þeirra“, sagði Sigmundur að æfingu lokinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024