Vel heppnaðir styrktartónleikar í Stapa
Mikið fjör var á styrktartónleikum sem haldnir voru til styrktar Aðalheiði Láru Jósefsdóttur á veitingahúsinu Stapa í gærkvöldi. Fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum og myndaðist skemmtileg kaffihúsastemmning.
Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum voru Laddi, Jón Sigurðsson Idolstjarna, Bjarni Arason, Friðrik Ómar, Sessý og Sjonni, hljómsveitin Espacio og Rúnar Júlíusson.
Aðalheiður Lára eða Allý brenndist illa í Keflavík fyrir rúmum 6 vikum síðan og er nú til meðferðar á sérstakri brunadeild danska ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Ekki er enn vitað hvenær Allý fær að fara af sjúkrahúsinu og koma heim til Íslands.
Stofnað hefur verið sérstakt styrktarnúmer hjá Landssímanum og gjaldfærast 1000 krónur á símreikning viðkomandi þegar hringt er í númerið 904-1000.
Myndirnar: Bjarni Ara og hljómsveitin Espacio sem fram komu á tónleikunum í gærkvöldi. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.