Vel heppnaðir Sandgerðisdagar þrátt fyrir veðurham
Sandgerðisdagar hafa lukkast vel í dag þrátt fyrir veðurham og rigningu. Dagskráin var öll flutt inn í Tikk-húsið við höfnina. Þar safnaðist fólk saman í markaðsstemmningu og hlustaði á skemmtiatriði af ýmsum toga. Utandyra voru þó leiktæki fyrir krakka sem kalla ekki allt ömmu sína.
Dagskráin heldur áfram í kvöld en þá verða m.a. tónleikar, brenna, bryggjusöngur og að lokum flugeldasýning sem ekki verður sparað til. Suðurnesjamenn og nærsveitungar eru hvattir til að kíkja í Sandgerði í kvöld og taka létta upphitun fyrir Ljósanótt um næstu helgi.
Dagskráin heldur áfram í kvöld en þá verða m.a. tónleikar, brenna, bryggjusöngur og að lokum flugeldasýning sem ekki verður sparað til. Suðurnesjamenn og nærsveitungar eru hvattir til að kíkja í Sandgerði í kvöld og taka létta upphitun fyrir Ljósanótt um næstu helgi.