Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel heppnað málþing um fjölskyldustefnu
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 10:59

Vel heppnað málþing um fjölskyldustefnu

Fjölskyldu - og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir vel heppnuðu fjölskylduþingi sl. helgi en markmið þess var að endurskoða fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.

Fjölskylduþingið sóttu m.a. nefndarfólk og starfsmenn Reykjanesbæjar sem og aðrir íbúar sem áhuga hafa á málefnum fjölskyldunnar.

Á þinginu voru kynnt fjölskyldutengd verkefni úr framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2006 - 2010 og Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar.

Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar en að fyrirlestrum loknum störfuðu vinnuhópar að endurskoðun hennar.

 

Texti af vefsíðu Reykjanesbæjar, VF-mynd/ELG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024