Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel gengur með Suðurstrandaveg
Mánudagur 16. mars 2009 kl. 13:15

Vel gengur með Suðurstrandaveg


„Það gengur bara mjög vel. Við erum búnir að keyra út 390.000m³ af 770.000m³, þannig að það er kominn um helmingur,“ segir Sævar Óli Hjörvarsson, hjá KNH verktökum við bb.is, í samtali við grindavik.is en fyrirtækið sér um lagningu Suðurstrandarveg milli Krýsuvíkur- og Þorlákshafnarvega. „Þetta gengur því mjög vel, við eigum að skila þessu árið 2011 en við ættum að verða langt komnir fyrir þann tíma,“ segir Sævar Óli. Hann segir alltaf einhvern hreyfanleika á starfsmannahaldi varðandi verkin og fyrirtækið hafi bætt við nokkrum starfsmönnum fyrir þetta verk. Unnið er á tveimur vöktum og vinna 35-40 á hverri vakt.

Fyrirtækið sér um lagningu 33 kílómetra kafla Suðurstrandarvegar og var tilboð KNH í verkið tæpar 698 milljónir króna, sem er um 74 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Tilboðið reyndist aðeins um þrjú hundruð þúsund krónum lægra en næstlægsta tilboð sem var frá Ingileifi Jónssyni. Um er að ræða stærsta hluta Suðurstrandarvegar sem tengja á saman byggðir á Suðurlandi og Suðurnesjum.

www.grindavik.is greinir frá.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Suðurstrandavegur hefur á köflum verið lítið meira en jeppaslóði en það er að breytast.