Veittu styrki í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja
Kaupfélag Suðurnesja, KSK, fagnar 75 ára afmæli á árinu en félagið var stofnað 13. ágúst 1945. Af því tilefni vill félagið vekja athygli á og viðurkenna frábært starf Leikfélags Keflavíkur sem hefur verið duglegt að efla ungmenni á Suðurnesjum í leik og starfi.
Þá hefur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja unnið við einstaklega erfiðar aðstæður á árinu og seint hægt að þakka því nægjanlega.
Kaupfélagið færði því Leikfélagi Keflavíkur kr. 350.000,- og starfsmannafélagi HSS kr. 350.000,- í tilefni þessara tímamóta.