Veittu 800 þúsund krónum í Velferðarsjóð Suðurnesja
Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands afhenti í morgun framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja upp á 800.000 krónur.
Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands hefur undanfarin ár veitt styrki til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin. Í ár hefur verið tekin sú ákvörðun að beina öllum til Velferðarsjóðs Suðurnesja en Rauða kross deildin hefur verið aðili að Velferðarsjóðnum frá stofnun hans. Jafnframt mun deildin veita sjóðnum fjárframlag sem nemur þeirri upphæð sem farið hefur til jólaaðstoðar á undanförnum árum.
Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna í morgun. Frá vinstri: Karl Georg Magnússon gjaldkeri, Hjördísi Kristinsdóttur frá Keflavíkurkirkju, Jóna Fanney Holm varaformaður og Stefanía Hákonardóttir framkvæmdastjóri Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands. VF-mynd: Hilmar Bragi