Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veitingastaðurinn í Byggðasafninu á Garðskaga hlýtur nafnið Flösin
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 10:31

Veitingastaðurinn í Byggðasafninu á Garðskaga hlýtur nafnið Flösin

Byggðasafnsnefnd efndi til nafnasamkeppni á nýja veitingastaðnum í Byggðasafni Garðskaga. Alls tóku 79 aðilar þátt og komu með yfir 200 tillögur.

Fyrir valinu varð nafnið Flösin en það er gamalt örnefni. Flösin er lágt sker, sem liggur norður útfrá Garðskaga. Fyrr á tímum strönduðu mörg skip á þessu skeri.

Alls bárust 13 tillögur með nafninu Flösin. Dregið var úr nöfnum þeirra og hlaut fjölskyldan að Sunnubraut 26 verðlaunin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024