Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Veitingastaður lokar á Garðskaga
Frá Garðskaga. Þar vinnur stýrihópur Sveitarfélagsins Garðs að útfærslu á því hvernig ferðaþjónustu verður háttað til framtíðar.
Laugardagur 12. september 2015 kl. 12:30

Veitingastaður lokar á Garðskaga

– stýrihópur á vegum sveitarfélagsins vinnur að útfærslu ferðaþjónustu á Garðskaga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaður sem starfræktur hefur verið í húsnæði byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitarfélaginu húsnæði veitingastaðarins í byggðasafninu á Garðskaga 30. september nk.
 
Þá hefur bæjaryfrirvöldum í Garði borist erindi er varðar ferðaþjónustu á Garðskaga. Í erindinu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fasteigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitarfélagið um rekstur á Garðskaga.
 
Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppbyggingu í ferðaþjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferðaþjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.
 
Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og byggðasafns á Garðskaga. Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða sl. vetur að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrarfélagi sem annist allan rekstur og starfsemi á Garðskaga.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024