Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veitingamaðurinn í Stapa fær mikið hrós á bæjarstjórnarfundi
Miðvikudagur 21. ágúst 2002 kl. 09:39

Veitingamaðurinn í Stapa fær mikið hrós á bæjarstjórnarfundi

Haraldur Helgason, veitingamaður í Stapa, fékk mikið hrós á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðdegis í gær. Bæjarfulltrúar kepptust við að lofa þær breytingar sem orðið hafa á Stapanum síðustu mánuði og þá þótti framkvæmd sönglagakeppninnar Ljósalagið 2002 hafa tekist mjög vel.Á bæjarstjórnarfundinum í gær kom fram að Stapinn hafi verið færður til þeirrar virðingar sem hann á skilið. Þá lofuðu bæjarfulltrúar mat og þjónustu í húsinu. Svo vitnað sé orðrétt í Þorstein Erlingsson þá sagði hann: "Veitingamaðurinn stóð sig frábærlega og kvöldið var hnökralaust". Annar bæjarfulltrúi sagði það svo hafa verið rúsínuna í pylusendanum að heimamaður hafi farið með sigur af hólmi í sönglagakeppninni sjálfri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024