Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veita viðurkenningar fyrir valin nöfn nýs Dalshverfis
Fimmtudagur 8. júlí 2021 kl. 06:49

Veita viðurkenningar fyrir valin nöfn nýs Dalshverfis

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leitar nú til bæjarbúa um tillögur að nýjum götunöfnum í nýju Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Götunöfnin verða níu talsins en einnig er óskað eftir tilnefningu um nafn á hverfistorgið. Við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Hverfið sem um ræðir er nú í undirbúningi og er framhald af nú þegar byggðu Dalshverfi.

Ekkert hámark eða lágmark er á fjölda tillagna og ekki þarf, þó heimilt sé, að tileinka einstökum götum nöfnin. Tillögunum eru þó skilyrði sett þar sem ending götunafnanna skal vera „dalur“ og nöfnin vera hverfinu til sóma. Óhætt er að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin og verði fjöldi tillagna í samræmi við væntingar verður endanlegt val ákveðið með íbúakosningu. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn.