Veita Bjargi lóðavilyrði undir 11 íbúða fjölbýli
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt. Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis í síðustu viku
Með lögum um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnanna eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Bjarg íbúðafélag er slík sjálfseignastofnun og vinnur það að uppbyggingu almennra leiguíbúða.