Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veisluhöldunum lokið - komið að skuldadögum
Fimmtudagur 18. desember 2008 kl. 13:53

Veisluhöldunum lokið - komið að skuldadögum

„Sú fjárhagsáætlun sem nú lítur dagsins ljós sýnir svo um munar að veisluhöldum undanfarinna ára er lokið og komið er að skuldadögum. Sveitarfélagið er komið í þá stöðu að eiga ekki fyrir útgjöldum sínum.“
Þetta segir í bókun A-listans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna fjárhagsáætlunar bæjarins sem lögð var fram á þriðjudaginn til seinni umræðu.

„Sú efnahags- og gjaldeyriskreppa sem nú ríkir mun gera það að verkum að mörg sveitarfélög munu eiga erfiðleikum með að veita lögbundna grunnþjónustu og það lítur út fyrir að Reykjanesbær verði eitt þeirra. Fjárhagsáætlun ársins 2008 gerði ráð fyrir eitt hundrað milljónum í tekjuafgang en nú er gert ráð fyrir tæpum 400 milljóna halla af rekstri á næsta ári. Sú þjónusta sem ekki telst til lögbundinnar þjónustu, en við viljum samt gjarnan telja til grunnþjónustu við íbúa verður fyrir miklum niðurskurði.
Má þar nefna frístundaskólann, vinnuskólann, 10% hækkun námsgjalda í Tónlistarskóla svo að eitthvað sé nefnt,“ segir A-listinn ennfremur í bókun sinni.

A-listinn segir möguleika til hagræðingar ekki mikla. Ýmis verkefni sem sjálfstæðismenn hafi valið að ráðast í á undanförnum árum hafi ekki skilað þeim arði sem þeir reiknuðu með. „Þessar fjárfestingar eru nú íþyngjandi fyrir sveitarfélagið vegna þeirra vaxtagreiðslna sem inna þarf að hendi. Þá mun stighækkandi húsaleiga skerða verulega möguleika sveitarfélagsins til þess að viðhalda því þjónustustigi sem viðgengist hefur hér til margra ára svo ekki sé talað um að bæta við þjónustuna,“ segir í bókuninni.

Sjá nánar í fundargerð hér


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024