Veikur sjómaður sóttur um borð í togara
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason í Grindavík var um hádegisbil í gær kallað út vegna veiks sjómanns um borð í togaranum Oddgeir EA-600 . Var togarinn þá staddur í svokallaðri röst við Reykjanestá.
Maðurinn var ekki lífshættulega veikur og var hann fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðinni í Grindavík. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var kominn til hafnar um klukkan 15 og gekk leiðangurinn vel.
Maðurinn var ekki lífshættulega veikur og var hann fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðinni í Grindavík. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var kominn til hafnar um klukkan 15 og gekk leiðangurinn vel.