Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Veikur farþegi og fjölskylda skilin eftir í Keflavík
  • Veikur farþegi og fjölskylda skilin eftir í Keflavík
Föstudagur 21. febrúar 2014 kl. 10:12

Veikur farþegi og fjölskylda skilin eftir í Keflavík

– Risaþotan hélt áfram til Los Angeles

Airbus A380 risaþotan frá British Airways hélt ferð sinni áfram vestur um haf kl. 21:35 í gærkvöldi. Farþegi um borð veiktist og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðar á Landsspítalann. Veikindin voru ekki alvarleg. Fjölskylda farþegans varð eftir á Keflavíkurflugvelli en vélin hélt áfram ferð sinni til Los Angeles en þangað var ferðinni heitið frá London.

Samkvæmt vefnum alltumflug.is var þotan komin um 150 kílómetra norðvestur af Vestfjörðum þegar henni var snúið til Keflavíkur.

Vélin sem lenti í gærkvöldi ber skráninguna G-XLEC og er það þriðja risaþotan af fjórum sem British Airways hefur fengið frá Airbus og var hún afhent þann 19. október 2013. Vélin hefur verið notuð til skiptist í áætlunarflugi til Los Angeles og Hong Kong frá London.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024