Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veiktist af skordýraeitri í flugvél
Unnið við farangur flugvélar. Myndin úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Mánudagur 30. september 2013 kl. 08:44

Veiktist af skordýraeitri í flugvél

Það óhapp varð nýverið á Keflavíkurflugvelli að starfsmaður sem opnaði farangursrými á flugvél fékk á sig skordýraeitur og veiktist. Maðurinn fékk fljótlega höfuðverk en lauk þó vinnudeginum. Daginn eftir var hann orðinn bólginn í kringum augun og ekki vinnufær. Hann leitaði læknis og var lagður inn á sjúkrahús. Aðrir starfsmenn, sem unnu við affermingu flugvélarinnar kenndu sér ekki meins, því um leið og maðurinn opnaði rýmið loftaði vel um það.

Lögreglunni á Suðurnesjum var tjáð á vettvangi að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli hefðu ekki fengið neina tilkynningu um að skordýraeitri hefði verið dreift um farangursrýmið. Þarna hefðu orðið mistök í samskiptum aðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024