Veiðir refi og mink til að verja fuglavarp
Bæjarráð Sandgerðis hefur veitt Páli Þórðarsyni leyfi til til refa- og minkaveiða í bæjarlandinu til að verja fuglavarp í landi Norðurkots.
Mikið æðavarp er m.a. í landi Norðurkots og Fuglavíkur, skammt utan við þéttbýlið í Sandgerði. Páll hefur mörg undanfarin ár séð um að halda bæði mink og ref í skefjum umhverfis varplöndin.