Veiðarfæri í skrúfu Guðfinns KE
Guðfinnur KE 19 fékk veiðarfæri sín í skrúfuna rétt fyrir kl.10 miðvikudaginn 5.desember s.l. Hann var þá að veiðum um 8 sjómílur norður af Sandgerði.Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom honum til aðstoðar og dró hann í skjól við Garðskaga. Þar skáru kafarar veiðarfærin úr skrúfunni og hélt Guðfinnur KE aftur til veiða.
Veður var slæmt, suðaustan 12-15 m/sek og 4 metra ölduhæð. Skyggni var ágætt en gekk á með éljum.
Veður var slæmt, suðaustan 12-15 m/sek og 4 metra ölduhæð. Skyggni var ágætt en gekk á með éljum.