Veglegur styrkur til Velferðasjóðs Suðurnesja frá verkalýðsfélögunum
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Starfsmannafélag Suðurnesja afhentu Velferðasjóði Suðurnesja veglegan styrk til að koma til móts við þá sem minna mega sín núna fyrir jólin. Ánægjulegt samstarf hefur verið undanfarin ár og hefur Velferðasjóðurinn séð um úthlutun á aðstoð sem félögin fjármagna.
Á myndinni eru Kristján Gunnarsson formaður VSFK og Stefán Benjamín Ólafsson formaður STFS ásamt prestunum sem tóku við framlaginu að þessu sinni.