Veglegur jólabónus Samherja á Suðurnesjum
Þeir 30 starfsmenn Íslandsbleikju sem starfa við fiskeldi Samherja á Reykjanesi verða þeirrar ánægju aðnjótandi að fá 300 þúsund í jólabónus auk desemberuppbótar frá Samherja.
Íslandsbleikja sem er dótturfyrtæki Samherja rekur bleikjueldi á Stað við Grindavík og Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd auk fullvinnslu afurða í Grindavík.