Veglegur afli Þorbjarnarbáta
Hrafn GK 111 og Gnúpur GK 11 lönduðu 1010 tonnum í Grindavíkurhöfn í gær og var aflaverðmæti bátanna um 143 milljónir króna.
Veiðiferð Hrafns stóð í 30 daga og landaði Hrafinn 550 tonnum í gær. Gnúpur var einnig að veiðum í 30 daga og landaði um 460 tonnum. Báðir bátarnir eru í eigu Þorbjarnar hf. í Grindavík.