Veglegt framlag frá Rauða krossinum á Suðurnesjum í Velferðarsjóðinn
Rauði krossinn á Suðurnesjum færði Velferðarsjóði Suðurnesja framlag sitt til jólaaðstoðar 350.000 kr. ásamt 76 Bónuskortum með 15.000 kr inneign en tölvuleikjaframleiðandinn CCP færði deildinni 101 kort í jólaaðstoð og 25 kort fóru í jólaaðstoð til Grindavíkur.
Subway styrkti Suðurnesjadeildina um 75 máltíðir sem runnu áfram í Velferðarsjóðinn.
Rauði krossinn á Suðurnesjum óskar öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.