Vegleg gjöf frá ÍAV til bræðra í Njarðvík
Íslenskir aðalverktakar gáfu bræðrunum Sigurði og Friðrik Guðmundssonum óvæntan glaðning í gær, Þorláksmessu. Þeir Sigurður og Friðrik eru haldnir alvarlegum og sjaldgæfum vöðvarýrnunarsjúkdómi sem nefnist Duchenne Muscular Dystrophy. Sjúkdómurinn er ólæknandi og leggst eingöngu á drengi. Tíðni þessa sjúkdóms er álitin vera u.þ.b. einn af hverjum 4000 fæddum drengjum í heiminum en um 15 drengir hafa greinst með sjúkdominn hér á landi og eru sex þeirra á lífi.
Þeir bræður búa í Njarðvík. Sigurður er 18 ára og Friðrik er 12 ára. Þeir eiga þann draum að komast til Flórída í Disneyland og voru það starfsmenn ÍAV-Ísafls við Vatnsfellsvirkjun ásamt undirverktökum sem tóku sig saman og söfnuðu fé handa þeim til að láta drauminn rætast. Íslenskir aðalverktakar lögðu fram mótframlag og fengu þeir bræður 400.000 kr. Styrk í för þeirra til Disneylands. Þeir Stefán Friðfinnsson forstóri ÍAV og Agnar Strandberg fulltrúi starfsmanna ÍAV-Ísafls heimsóttu þá bræður í gær á Þorláksmessu og afhentu þeim styrkinn ásamt öðrum góðum gjöfum undir jólatréð.
Sigurður Guðmundsson, annar bræðranna, sagði að farið verði í ferðina til Disneylands í mars á næsta ári og nú þegar hafa safnast 1, 5 milljónir kr. til fararinnar. Svona ferð er mikið fyrirtæki en með framlaginu í gær ætti að vera komið fyrir ferðakostnaði.
Þeir bræður búa í Njarðvík. Sigurður er 18 ára og Friðrik er 12 ára. Þeir eiga þann draum að komast til Flórída í Disneyland og voru það starfsmenn ÍAV-Ísafls við Vatnsfellsvirkjun ásamt undirverktökum sem tóku sig saman og söfnuðu fé handa þeim til að láta drauminn rætast. Íslenskir aðalverktakar lögðu fram mótframlag og fengu þeir bræður 400.000 kr. Styrk í för þeirra til Disneylands. Þeir Stefán Friðfinnsson forstóri ÍAV og Agnar Strandberg fulltrúi starfsmanna ÍAV-Ísafls heimsóttu þá bræður í gær á Þorláksmessu og afhentu þeim styrkinn ásamt öðrum góðum gjöfum undir jólatréð.
Sigurður Guðmundsson, annar bræðranna, sagði að farið verði í ferðina til Disneylands í mars á næsta ári og nú þegar hafa safnast 1, 5 milljónir kr. til fararinnar. Svona ferð er mikið fyrirtæki en með framlaginu í gær ætti að vera komið fyrir ferðakostnaði.