Vegleg framlög til Suðurnesjadeildar RKÍ vegna náttúruhamfara
Í síðustu viku gáfu félagsmenn í Lögreglufélagi Suðurnesja á Keflavíkurflugvelli Rauða krossi Íslands Kr. 100.000.- úr félagssjóði til styrktar fórnarlömbunum í Asíu, Hilmar Th. Björgvinsson gjaldkeri afhenti peningagjöfina á skrifstofu RKÍ Suðurnesjadeildar , einnig barst gjöf frá OSN lögnum ehf og starfsmönnum þess kr. 100.000.- til hjálparstarfsins, fulltrúi starfsmanna Eyrún Pétursdóttir og aðstoðarframkv.stjóri Guðmundur R.J. Guðmundsson afhentu Stefaníu Hákonardóttur framkv.stjóra Suðurnesjadeildarinnar peningana, og vill Stefanía koma á framfæri þakklæti til þessara aðila fyrir þeirra stuðning.