Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegir ennþá lokaðir
Mánudagur 7. febrúar 2022 kl. 07:57

Vegir ennþá lokaðir

Reykjanesbraut er ennþá lokuð. Þrátt fyrir að veður hafi gengið niður er þar mikill krapi á veginum. Í nótt fór veðurhæðin í SA 29 m/s og 43 m/s í hviðum á Reykjanesbraut.

Mikið slabb eða krapi er á vegum á Suðurnesjum. Bíll er útaf á Miðnesheiði en engin slys urðu á fólki. Verið er að moka vegi en akstursaðstæður er víða slæmar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd: Hilmar Bragi