Veggjakrotari eyðileggur listaverk
Veggjakrotari hefur ráðist til atlögu gegn listaverkinu á gamla vatnstanknum á Vatnsholti í Keflavík. Búið er að sprauta olíumálningu á listaverkið og skemma það að hluta.
Íbúi í nágrenni við tankinn segir að þegar lokið var við listaverkið hafi Reykjanesbær ætlað að setja verndarhúð yfir listaverkið. Með verndarhúð er hægt að þvo veggjakrotið í burtu án þess að skemma það sem er undir. Íbúinn segir að verndarhúðin hafi hins vegar aldrei verið sett yfir verkið.