Vegfarendur stöðvuðu för ölvaðs ökumanns
Tveir vegfarendur um Garðveg stöðvuðu för ölvaðs ökumanns á leið í Garðinn sl. laugardagskvöld. Vegfarendurnir óku á eftir bíl þess ölvaða og veittu því athygli að ekki var allt með felldu þar sem ökulagið var skrykkjótt.
Rétt áður en ölvaði ökumaðurinn ók inn í byggðina í Garði náðu vegfarendur að komast framúr honum og neyða hann til að stöðva. Þá gerðu þeir bíllykla ölvaða ökumannsins upptæka þar til lögregla mætti á staðinn og handtók ökumanninn. Hinn ölvaði var fluttur á lögreglustöðina í Keflavík til sýnatöku.
Myndin var tekin þegar lögreglan var komin á staðinn til að handtaka ölvaða ökumanninn.