Vegatálmar á Reykjanesbraut og leitað í öllum bílum á leið úr bænum
Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn að 21 árs gömlum belgískum karlmanni, sem slapp úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum undir kvöld. Lögreglan var að færa manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í röntgenmyndatöku til að athuga hvort hann væri með fíkniefni innvortis þegar hann slapp. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í dag, grunaður um fíkniefnasmygl. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var maðurinn í handjárnum þegar hann komst undan lögreglumönnum sem fylgdu honum.
Maðurin heitir Gilles Romain Catherine Claessens og er fæddur 1988. Hann var klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokkaúlpu og dökka skyrtu. Maðurinn er svarthærður með brún augu.
Lögregla hefur ekið um götur Keflavíkur í kvöld. Fjölmennt lögreglulið leitaði einnig í grjótgarði við Vatnsnes í Keflavík síðdegis. Þá er leitað í bílum á leið út úr bæjarfélaginu. Í kvöld var svo sporleitarhundur fenginn til að rekja slóð mannsins. Það hafði ekki borið árangur þegar síðast fréttist. Þá leitaði kafari í sjó neðan við Ægisgötu í Keflavík.
Samkvæmt upplýsingum frá belgískum yfirvöldum og mbl.is greinir frá, hefur maðurinn, sem heitir Gilles Romain Catherine Claessens, komið ítrekað við sögu lögreglu en er ekki eftirlýstur þar í landi. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.
Leitað var í öllum bílum sem fóru frá Reykjanesbæ síðdegis og í kvöld.
Umfangsmikil leit fór fram við Ægisgötuna í Keflavík. Kafari leitaði í sjónum neðan við grjótgarinn, en sporleitarhundur rakti slóðina frá HSS og til sjávar.
Leitað var í öllum bílum sem fóru frá Reykjanesbæ síðdegis og í kvöld.
Umfangsmikil leit fór fram við Ægisgötuna í Keflavík. Kafari leitaði í sjónum neðan við grjótgarinn, en sporleitarhundur rakti slóðina frá HSS og til sjávar.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson