Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegagerðin og Hellarannsóknafélagið funda um Suðurstrandarveg
Miðvikudagur 19. febrúar 2003 kl. 17:09

Vegagerðin og Hellarannsóknafélagið funda um Suðurstrandarveg

Vegagerðin ætlar að ræða við forsvarsmenn Hellarannsóknarfélags Íslands vegna lagningar Suðurstrandarvegar á Reykjanesi. Vinna við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegarins er þegar hafin en verndun hraunhella á svæðinu hefur ekki komið inná borð skýrsluhöfunda til þessa.Hellarannsóknarfélag Íslands óttast að með lagningu Suðurstrandavegar á Reykjanesi verði tugir þekktra og óþekkra hella eyðilagðir. Undir vegstæðinu og við það séu þekktir nokkrir tugir stórmerkilegra hraunhella og fullyrða megi að nokkur hundruð hella séu enn ófundnir. Hellarannsóknarfélagið gagnrýnir að þarna hafi nær engar hellarannsóknir farið fram.
Vegagerðin hefur engin gögn um hraunhella á svæðinu og þess vegna hefur ekki verið tekið tillit til þessa þátta við gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegarins. Vinna við skýrsluna er langt komin hjá ráðgjöfum Vegagerðarinnar og er vonast til að hún verði send Skipulagsstofnun í næsta mánuði. Hellarannsóknarfélagið er hins vegar ekki formlegur umsagnaraðili.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun verður nú leitað eftir nánari upplýsingum um hella í hrauninu þar sem Suðurstrandarvegur á að liggja og tillit tekið til þeirra í skipulagsvinnunni sem nú er framundan. Óvíst er hvenær vinna við að leggja nýjan Suðurstrandaveg hefst en vegagerðarmenn vonast til að það geti orðið í lok þessa árs. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024