Fimmtudagur 23. febrúar 2017 kl. 21:15
Vegagerðin lokar Reykjanesbraut á morgun vegna óveðurs
Vegagerðin hefur ákveðið að loka Reykjanesbraut á morgun, föstudag, frá kl. 12 til 17 vegna óveðurs.
Gert er ráð fyrir að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s.