Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegagerðin lækki hámarkshraða á Vatnsleysuströnd
Þriðjudagur 28. janúar 2003 kl. 10:04

Vegagerðin lækki hámarkshraða á Vatnsleysuströnd

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur skorað á Vegagerðina að hún lækki hámarkshraða á Vatnleysustrandarvegi úr 90 km. Niður í 70 km.Vegagerðin hefur nýlega sett upp skilti með 90 km hámarkshraða á þjóðvegi nr. 420 þ.e. Vatnsleysustrandavegi. Það er álit hreppsnefndar að vegurinn beri ekki 90 km hámarkshraða og skorar hún því á Vegagerðina að lækka hámarkshraðann í 70 km., segir í fundargerð hreppsnefndar á dögunum.

Myndin: Lögreglan lokaði Vatnsleysustrandarvegi um helgina til að tryggja almannahagsmuni þegar byssumaður mundaði vopn sitt á Ströndinni. Um helgina var þessi vegur flugháll, en hann er jafnframt mjór og hlykkjóttur og krefst mikillar aðgæslu í akstri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024